Heim
Leita

Stóra svið

Þetta er Laddi

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Stóra svið

Lengd

-

Verð

12.900 kr.

Næstu sýningar

2. sýning08. mars kl. 20:00
3. sýning13. mars kl. 20:00
4. sýning14. mars kl. 20:00
5. sýning15. mars kl. 20:00
Allar sýningar

Þetta er Laddi

Hinn óborganlegi Laddi er mættur í Borgarleikhúsið

Sýningin Þetta er Laddi er ævisöguleikrit á borð við Elly og Níu líf og í sýningunni fáum við að sjá Ladda hitta á sviðinu persónur á borð við Eirík Fjalar, Elsu Lund, Dengsa og Skrám. Laddi og helstu gamanleikarar Borgarleikhússins leika í sýningunni auk þess sem hljómsveit undir stjórn Jóns Ólafssonar mun spila í sýningunni.

Hver er Laddi? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld? Í þessari sýningu verður skyggnst inn í kollinn á Ladda, uppruni gamalkunnra persóna kannaður, þróun íslensks gríns sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina. Óborganleg sýning um óborganlegan mann sem fyrir löngu er orðinn þjóðargersemi og almannaeign.

Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir þar að nefna Níu líf og Ástu sem hann skrifaði og leikstýrði, og Elly sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarssyni. Hér fær hann leikkonuna og handritshöfundinn Völu Kristínu Eiríksdóttur til liðs við sig í handritsskrifin og býður svo Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, velkominn í sófann ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins.

„Þetta er leik­hús með stóru L-i“

Viðtal við Ólaf Egilsson, leikstjóra og höfund sýningar.

Eldgleypar, lifandi dýr, þjóðdansar, áhættuatriði, eftirhermur, gamanmál og sprell! Og náttúrlega æðisleg hljómsveit...
Lesa meira

Listrænir stjórnendur

Höfundar

Ólafur Egill Egilsson / Vala Kristín Eiríksdóttir

Leikmynd

Eva Signý Berger

Myndbandagerð

Elmar Þórarinsson

Leikstjóri

Ólafur Egill Egilsson

Búningar

Guðný Hrund Sigurðardóttir

Leikgervi

Elín S. Gísladóttir

Tónlistarstjórn

Jón Ólafsson

Lýsing

Pálmi Jónsson

Hljómsveit

Jón Ólafsson: Píanó. Ólafur Hólm: Trommur. Stefán Már Magnússon: Gítar. Friðrik Sturluson: Bassi.

Danshöfundur

Lee Proud

Hljóð

Jón Örn Eiríksson

Laddi er á Spotify
Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo