Þórhallur Sigurðsson, Laddi, er öllum landsmönnum að góðu kunnur enda hefur nafn hans verið samofið hugmyndum þjóðarinnar um grín og gaman í meira en hálfa öld. Kynslóðir Íslendinga hafa alist upp við ógleymanlegar persónur á borð við Eirík Fjalar, Elsu Lund, Magnús, Skúla rafvirkja, Skrám og Þórð húsvörð svo einhverjar séu nefndar. Laddi hefur einnig gefið út fjöldamargar hljómplötur með lögum sem mörg hver eru orðin sígild, og sum alræmd, og þá á hann að baki langan og farsælan feril í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi. Er þá ótalinn sá aragrúi teiknimynda sem Laddi hefur hljóðsett, allt frá Strumpunum til andans í Aladdín. Óhætt er líklega að segja Laddi sé sá listamaður sem helst hefur sameinað þjóðina, unga sem aldna, í hlátri og gleði.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.