Björgvin Franz Gíslason útskrifaðist frá Leiklistardeild LHÍ vorið 2001. Frá útskrift hefur hann leikið burðarhlutverk bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess að starfa með sjálfstæðum leikhópum. Björgvin hefur einnig unnið mikið við framleiðslu barnaefnis, sem leikari, höfundur, þýðandi og við talsetningu. Sá hann til að mynda um Stundina okkar um árabil. Hann leikur nú í sýningunni Elly í Borgarleikhúsinu. Hann hlaut Grímuna sem söngvari ársins árið 2023.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.