Stóra svið

Hverfa / Órætt al­gleymi

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Stóra svið

Verð

6.900 kr.

Næstu sýningar

Hverfa / Órætt al­gleymi

Hverfa: verða á bak og burt, verða að engu, eyðast, fara burt, líða burt, týnast. Einnig dofna, mást út.

Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra í flækju eða annað sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir dansarar í nokkurs konar sálumessu til leikhússins og þess sem á það til að hverfa í bakgrunninn.

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir er danshöfundur, nýsköpunarfræðingur og popptónlistarkona sem leikur sér með mörk dans og hljóðs í verkum sínum.

Verkefnið er samstarfsverkefni Melkorku og Íslenska Dansflokksins og styrkt af Sviðslistasjóði, launasjóði sviðslistafólks og Reykjavíkurborg.

Órætt algleymi/ Liminal States byggir á áralöngum rannsóknum höfundar á ólíkum stigum og umbreytingum skynjunar. Verkið er lokahluti trílógíu þar sem Margrét Sara fæst við hugmyndir um öfl sem verka á okkur utan við hinn meðvitaða huga. Verkin þrjú sem trílógían spannar eru; Pervasive Magnetic Stimuli (2018), Boundless Ominous Fields (2024) og Liminal States (2024). 

Tónlist verksins var upphaflega samin af Peter Rehberg fyrir dansverkið Pervasive Magnetic Stimuli (2018). Sýningin Liminal States er gerð við sömu tónsmíð til heiðurs áratuga langri samvinnu tónskáldsins og Margrétar Söru allt til fráfalls Peters árið 2021. Tónlistin verður einnig gefin út af útgáfufyrirtækinu Editions Mego 2025 með for-útgáfu við frumsýningu Liminal States á Íslandi þann 1.nóvember 2024.

Undanfarin 15 ár hefur Margrét Sara tekist listrænt á við áhrif samfélagslegra pólitískra stefna á líkama okkar og innra líf. Hún hefur því tengt þróað nýja kategoríu afsviðsdansi og danstækni sem byggð er á rannsóknum á djúpvöðva slökun sem hún kallar FULL DROP og gengur út á speglun og losun á þessum utanaðkomandi áhrifum. Í mótvægi við kröfur nýfrjálshyggjunnar kennir aðferðin nýjar leiðir að annars konar uppsprettu af lífsorku, styrk, dansi, nálgun og útkomu. Á forsendum þessara fræða opnast gátt inn í undirmeðvitund þar sem rými fyrir gagnrýna endurskoðun á innri og ytri veruleika býr til tengingu við nýja þekkingu og upplifun af okkur sjálfum. Í verkum Margrétar Söru nýta dansararnir aðferðafræði hennar FULL DROP til þess að nálgast ólík líkamleg meðvitundarstig. Þeir þróa færni til að vinna með líkamlegt ástand þar sem næmni og hlustun er örvuð á öflugan og hárfínan hátt. Sviðsverk hennar taka beinan þátt í umræðu samtímans um aktivisma, feminisma, gagnvirk tengsl og heilun.

Listrænir stjórnendur Hverfa

Höfundur

Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Leikmynd og Búningar

Elín Hansdóttir

Tónlist: og hljóðmynd

Árni Rúnar Hlöðversson

Ljósahönnun

Jóhann Friðrik Ágústsson

Dramatúrg

Igor Dobričić

Framleiðsla

Milkywhale

Listrænir stjórnendur Órætt algleymi

Höfundur

Margrét Sara Guðjónsdóttir

Dansarar

Elín Signý Ragnarsdóttir, Erna Gunnarsdóttir, Félix Urbina Alejandre, Una Björg Bjarnadóttir

Tónlist

Peter Rehberg

Ljósahönnun

Jóhann Friðrik Ágústsson

Sviðsmynd

Margrét Sara Guðjónsdóttir

Búningar

Karen Briem

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo