Andrean gekk í flokkinn haustið 2017 með sýningunni Norður og niður þar sem hann dansaði í bæði The Great Gathering og Myrkrið faðmar.
Hann hefur tekið þátt í ýmsu síðan þá og þar má nefna verk eftir Ernu Ómarsdóttur, Damian Jalet, Anton Lachky, Ásrúnu Magnúsdóttur, Alexander Roberts, Pieter Ampe, Steinunni Ketilsdóttur og Elinu Pirinen.
Utan flokksins hefur hann unnið með Báru Sigfúsdóttur að verkinu being, dansað i verkinu LANDING eftir Eszter Salamon á sviðlistahátiðinni Kunsten Festival Des Arts og dansað í Atómstjörnunni eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, Jóní Jónsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur. Hann vann einnig að verkinu Vatn og blóð eftir Gjörningaklúbbinn.
Andrean hefur verið að semja sín eigin verk þ.m.n verkin Unsettled og Mass Confusion sem sýnt var á Fringe Festival og á Lunga 2019. Hann hefur einnig dansað og samið fyrir ýmis tónlistarmyndbönd og er einn af þremur dönsurum andkapítalíska teknóbandsins Hatari.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.