Heim
Leita

Nýja svið

Jóla­draum­ar

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Nýja svið

Lengd

40 mín

Verð

3.900 kr.

Næstu sýningar

Aukasýning22. desember kl. 13:00
8.sýning22. desember kl. 15:00
Allar sýningar

Jóla­draum­ar

Verk fyrir börn

Jólin nálgast og snjókorn falla. Dimmir dagar faðma okkur og kertaljós vísa leiðina að jólaskapinu. Ung stúlka verður forvitin um hinn dularfulla jólaanda eltir
ljósin í leit að sannri merkingu hans. Hún hefur heyrt um mátt jólaandans,
hvernig hann fyllir hvert rými og jólastund. Hún veit upp á hár að andann þarf
hún að finna, sjálfan sig að kynna og jólaósk sína uppfyllta fá.

Á vegferð sinni hittir hún töfrandi fyrirbæri og frekar fúlan jólakött, hræddan héra og illa lyktandi skötu. Nýju vinirnir og uppáhalds tréð hennar í skóginum hjálpa henni að átta sig á því að jólaandinn býr innra með henni og vinátta, þakklæti og hjálpsemi eru hluti af honum. Við upphaf ferðalagsins veit hún ekki nákvæmlega hvers hún leitar eða í hvers konar formi það gæti verið. En á leið sinni áttar hún sig á því hversu sérstakt það er að hjálpa vini og hvernig góðvild getur fengið hvern
sem er til að brosa.

Sagan sýnir krökkum að jólin snúast ekki um efnislegar gjafir og fyrirframgefnar hugmyndir um hvernig jólin eiga að líta út heldur sé þess virði að líta inn á við og finna fyrir hlýjunni í hjartanu á fallegum stundum. Leyndarmál sem er þess virði að deila með forvitnum börnum, sérstaklega á jólunum.

Að sýningum loknum verða kenndar danshreyfingar fyrir þá sem vilja.

Gjöful var leitin þó brögðótt hefði verið, ferðalagið breytir þeim sem það þreytir. Ljós eru tendruð í hjartarótum hjá þeim sem hugrekkið sækja heim. Ljósrofi hjartans logar svo skært að nú virðist stúlkunni hreinlega allt fært. Mýktina fann hún í faðmi vina og leikurinn liminina gerði svo fima. Ljósið nú logar innra með þeim, þau fundu undursamlegan draumaheim. Ævintýraheiminn þau saman sauma, nú eiga þau sannkallaða jóladrauma.

Jólavísa

Flytjendur og dansarar:

Listrænir stjórnendur

Höfundur og danshöfundur

Inga Maren Rúnarsdóttir

Sviðsmynd og búningar

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Tónlist

Ásgeir Aðalsteinsson

Myndahöfundur; sviðsmynd & veggspjald

Auður Þórhallsdóttir

Lýsing

Pálmi Jónsson

Búningagerð

Alexía Rós Gylfadóttir

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo