Valur Freyr Einarsson útskrifaðist sem leikari frá Manchester MetropolitanSchool of Theatre árið 1995. Hann hefur starfað í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu auk þess að vera einn af stofnendum sviðslistahópsins CommonNonsense. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda en er einnig handritshöfundur og leikstjóri. Af nýlegum verkefnum hans í Borgarleikhúsinu má nefna Níu líf, Svartþröst og Deleríumbúbónis auk þess sem hann skrifaði og leikstýrði verkinu Fyrrverandi. Hann hefur í tvígang hlotið Grímuverðlaun fyrir leik en einnig sem leikskáld ársins árið 2012.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.