Við endimörk sólkerfisins bíður hópur geimfara eftir afleysingu. Enginn kemur. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir berast engin svör frá jörðu. Tíminn líður. Klukkan tifar á jarðartíma, þó sólarhringurinn á Plútó sé 153 tímar. Hvenær missir fólk tengsl við tímann þegar ekkert viðmið er lengur til að mæla daga, vikur, mánuði, ár? Tíminn verður afstæður og raunveruleikinn molnar í sundur þegar fimm einstaklingar eru lokaðir í rými sem engin leið er að komast út úr. Dulmagnað og hrollvekjandi spennuleikrit eftir eitt athyglisverðasta leikskáld Bretlands síðustu ára.
„Allt er leyfilegt í leikhúsinu“
Maríanna Clara Lúthersdóttir tók saman
Alistair McDowall er fæddur árið 1987 í Great Broughton í norðaustur hluta Englands. Sem ungur drengur hafði hann gríðarlegan áhuga á bíómyndum og dreymdi um að verða kvikmyndagerðarmaður. Góðar kvikmyndatökuvélar reyndust hins vegar of dýrar fyrir drenginn en leikhús krafðist engra slíkra tækja og þar með voru örlög hans ráðin.
PLÚTÓ
Grein eftir Sævar Helga Bragason
Árið 2006 hófst sögulegur leiðangur þegar New Horizons gervitungli NASA var skotið á loft. Þetta litla gervitungl átti að þjóta framhjá útverði sólkerfisins á ógnarhraða níu árum síðar. Plútó var enn flokkaður sem reikistjarna á þessum tíma. Þá eina ókannaða reikistjarna sólkerfisins. Geimfarið átti að smella af myndum, kanna landslagið, þefa af örþunnu andrúmsloftinu og gjóa augunum á tunglin fimm. Eins og forvitinn ferðalangur á flakki um ókunnar slóðir. Ég gat ekki beðið.
X er 717. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur.
Frumsýning 16. mars 2024 á Nýja sviði Borgarleikhússins.