Nýja svið

While in battle I’m free, never free to rest

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Nýja svið

Lengd

90 mín

Verð

6.900 kr.

Næstu sýningar

3.sýning15. febrúar kl. 20:00
4.sýning21. febrúar kl. 20:00
Allar sýningar

While in battle I’m free, never free to rest

Í þessu kraftmikla verki danshöfundarins Hoomans Sharifi mætast
tveir ólíkir hópar með ólíkan bakgrunn — street-dansarar og samtíma-
dansarar. Hvor hópur á sér sinn einstaka ryþma og tungumál. Stefnumót
þeirra einkennist af forvitni og sameiginlegri ástríðu fyrir hreyfingu. Þau
nálgast hvert annað af varfærni og yfirstíga landamæri með líkamstjáningu
sinni. Þannig skapast rými þar sem einstaklingnum er fagnað og
fjölbreytileikanum
er tekið opnum örmum. Reynslan er ný af nálinni fyrir alla dansarana, þenur út mörk og víkkar sjóndeildarhringinn.

Tambur-tónlist Arash Moradi er sameiningar- afl í þessum
menningarlega samruna, bæði fyrir dansarana og áhorfendur, og lifandi
tónlistarflutningur hans fyllir andrúmsloftið af ókunnugum en hrífandi
laglínum.

Hooman Sharifi fæddist í Íran en kom fjórtán ára gamall einn
síns liðs til Noregs. Fyrsta dansreynsla hans var í heimi hipphopps og
street-dans. Hann útskrifaðist sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló árið 2000 og hefur síðan markað sér stöðu sem pólitískur, áleitinn
og öflugur listamaður.

Listrænir stjórnendur

Danshöfundur

Hooman Sharifi

Tónlist

Arash Moradi

Lýsing

Alex Leó Kristinsson / Hooman Sharifi

Hljóð

Þorbjörn Steingrímsson

Búningar

Júlíanna Lára Steingrímsdóttir / Hooman Sharifi

Sýningarstjóri

Katrín Ingvadóttir

Verkefnastjóri

Valgerður Rúnarsdóttir

Ljósmyndir

Sunna Ben

Myndbönd

Óskar Kristinn Vignisson

Hooman Sharifi

Danshöfundurinn Hooman Sharifi (NO) fæddist í Teheran árið 1973 og fluttist einn síns liðs til Noregs 15 ára gamall. Dansáhugi hans vaknaði með hip hop dansi á táningsaldri en um tvítugt hóf hann nám í klassískum ballett og módern dansi. Hann útskrifaðist síðar sem danshöfundur frá Listaháskólanum í Osló og hefur, í listsköpun sinni, áhuga á að vinna á mörkum dans, leikhúss og myndlistar. Árið 2000 stofnaði Sharifi eigin dansflokk, Impure Company, þar sem hann hefur lagt áherslu á pólitíska nálgun og félagslega þátttöku, en verkin spanna nú yfir 30 talsins. Með líkamlega krefjandi, áköfu og kröftugu, hreyfitungumáli kannar Sharifi tilfinningar og uppbyggingu á bak við valdapíramída, völd, stjórnmálakerfi og ofbeldi, sem hann framkallar með nákvæmum hreyfingum og sviðsáhrifum.

Frá 2014 til 2018 var Sharifi listrænn stjórnandi norska samtímadansflokksins, Carte Blanche í Bergen, þar sem hann setti á svið verk eins og Birthmark, We Are Here Together, Soufflette og Jerada. Af hans verkum má nefna Shadows Remain Silent, sem var frumsýnt á aðalsviði Den Norske Opera árið 2014, og While They Are Floating. Sharifi hefur verið í samstarfi við fjölmargar stofnanir m.a. við Culberg dansflokkinn í Svíðþjóð en verk hans hafa hlotið lof í Noregi og á alþjóðavettvangi.

Arash Moradi

Arash Moradi fæddist í kúrdísku borginni Kermanshah í Vestur-Íran. Hann er elsti sonur fremsta tanbur-leikarans í Íran, Aliakbar Moradi. Arash byrjaði snemma að læra tanbur af föður sínum sem hann fylgdi síðar með á fjölmörgum tónleikum og hátíðum um Íran og Evrópu eins og St. John's Smith Square í London, XIII Cantigas do maio í Portúgal og Racines hátíðinni í Toulouse. Arash lék einnig á Rhythm Stick Festival í London.

Hann var í samstarfi við BBC radio 4 sem gestatónlistarmaður árið 2006 auk þess sem hann kom fram sem einleikari í Queen Elizabeth Hall í London. Þar að auki var honum boðið á kvikmyndahátíðina í Rotterdam í Hollandi til að spila persneska hefðbundna tónlist. Undanfarið hafa Arash og yngri bróðir hans Kourosh margoft komið fram sem Yarsan Ensemble í Bandaríkjunum til að kynna kúrdíska tónlist og menningu.

Arash býr í London þar sem hann kennir tanbur, heldur námskeið um persneska og kúrdneska tónlist og er einnig í samstarfi við mismunandi tónlistarmenn alls staðar að úr heiminum.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo