Verk um stórkostlegustu framkvæmd Íslandssögunnar, samband manns og náttúru, um fólk sem svimar aðeins og heldur að aðrir geti mögulega séð að það sé eitthvað tens og sé að stara á það, um fólk sem vill bara að það sé auðveldara að fara austur fyrir.
Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar.
Leikhópurinn Verkfræðingar er nýr af nálinni en meðlimir hans hafa getið sér gott orð með fjölbreyttum sýninga sviðslistahópa á borð við 16 elskenda og Sóma þjóðar.
Í samstarfi við leikhópinn Verkfræðinga.
Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.
Frumsýning 2. febrúar 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins.