Litla svið

Tepr­urn­ar

Sýningu lokið

Upp­lýs­ing­ar

Svið

Litla svið

Lengd

1:25 klst

Verð

Andri og Eva hafa ekki stundað kynlíf í fjórtán mánuði og fjóra daga. Samt er ekkert að. Ekki þvælast andvökur og brjóstagjafir fyrir barnlausu parinu; engin kulnun í vinnunni; engin risvandamál eða hormónatruflanir; ekki skortir ástina og löngunin er svo sannarlega til staðar. En ekkert gengur. Það er komið að úrslitastundu!

Skoska leikskáldið og leikstjórinn Anthony Neilson er helst þekktur fyrir óvægin og erfið verk á borð við Ritskoðarann og Penetrator sem hafa bæði verið sýnd hér á landi. Hann hefur þó skrifað margs konar ólík verk, bæði fyrir leikhús og kvikmyndir og með Teprunum sýnir hann á sér nýjar hliðar. Þar eru samskipti kynjanna í brennidepli en verkið einkennist fyrst og fremst af leiftrandi húmor þótt broddurinn sé aldrei langt undan. Hér fara leikararnir góðkunnu Vala Kristín Eiríksdóttir og Jörundur Ragnarsson á kostum í hlutverkum Evu og Andra undir styrkri stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar.

Frumsýning 20. október 2023 á Litla sviði Borgarleikhússins.

Leikarar

Jörundur Ragnarsson

Vala Kristín Eiríksdóttir

Listrænir stjórnendur

Höfundur

Anthony Neilson

Þýðing

Ingunn Snædal

Leikstjórn

Hilmir Snær Guðnason

Leikmynd / búningar

Sean Mackaoui

Lýsing

Fjölnir Gíslason

Hljóðmynd

Ísidór Jökull Bjarnason

Leikgervi

Guðbjörg Ívarsdóttir

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo