Dásamlegur gamansöngleikur fullur af sígildum lögum bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona.Jólin eru á næsta leiti og Ægir Ó. Ægis forstjóri og mágur hans Jafnvægismálaráðherrann sjá fram á stórgróða vegna einkaleyfis þeirra á innflutningi á jólatrjám og ávöxtum. En það er í mörg horn að líta hjá forstjórahjónunum Ægi og Pálínu. Frumsýning á ballettinum Djákninn á Myrká stendur fyrir dyrum í Iðnó, kostaður af forstjóranum, þar sem Guðrún dóttir þeirra fer með aðalhlutverkið. Pálína þráir ekkert heitar en að mæta á frumsýninguna á bílnúmerinu R-9, enda eru það bara plebbar sem eiga hærra bílnúmer. Dægurlagahöfundurinn Leifur og atómskáldið Unndór Andmar takast á um ástir Guðrúnar. Sigga sviðsmaður vonar að sýningin hrynji ekki öll í gröf djáknans. Mælirinn gengur hjá leigubílstjóranum Gunnari Hámundarsyni, og hinn slóttugi Einar í Einiberjarunni reynist erfiður ljár í þúfu. Þegar skip Ægis og ráðherrans með öllum herlegheitum jólanna er sett í sóttkví vegna skæðs faraldurs – Deleríum búbónis – þurfa mágarnir að taka á öllum sínum spillingarráðum.Deleríum búbónis er ein af perlum íslensks leikhúss.Söngur jólasveinanna: