Heim
Leita

Vera Hjör­dís Mats­dótt­ir

Barbarina

Vera Hjördís Matsdóttir lauk nýverið meistaragráðu í klassískum söng við Koninklijk Conservatorium Í Den Haag. Þar áður lauk hún bakkalárgráðu við Listaháskóla Íslands. Vera kemur reglulega fram sem einsöngvari hér á landi, nýjustu dæmi frá þessu sumri telja þátttaka á tónleikaröðinni Velkomin heim, framkoma með Lorelei Collective á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði sem og þátttaka í nýrri íslenskri óperu eftir Sigrúnu Gyðu Sveinsdóttur, SKJÓTA sem sýnd var í Ásmundarsal. Vera gegndi hlutverki kynningar- og markaðsstjóra á tónlistarhátíðinni Seiglu sem fór fram nýverið í Hörpu.

Nú í vetur mun Vera fara með hlutverk Barbarinu í Brúðkaupi Fígarós í uppsetningu Kammeróperunnar. Hún mun gegna einsöngshlutverki í flutningi á Petite Messe Solennelle eftir Rossini undir stjórn Stefan Sand ásamt því að ferðast með óperunni SKJÓTA um Evrópu. Vera starfar samhliða söngverkefnum í hálfu starfi á Grensásdeild Landspítalans.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo