Heim
Leita

Saga Kjerulf Sig­urð­ar­dótt­ir

Leikari

Saga Kjerúlf Sigurðardóttir er sviðslistakona sem fæst jöfnum höndum við samsköpun, kóreógrafíu og hlutverk dansarans.

Hún nam dans og kóreógrafíu við ArtEZ listaháskólann í Hollandi, lauk síðar BA-prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í sviðslistum frá Listaháskóla Íslands 2017. Meðfram því að starfa með Marmarabörnum (Marble Crowd) og framleiða eigin verk hefur Saga starfað með Íslenska dansflokknum sem höfundur og dansari og eins með fjölmörgum öðrum listamönnum svo sem sviðslistahópnum 16 elskendum. Hún starfaði um tíma sem dansari með listakonunni Alexandra Bachzetsis (Sviss), hefur komið fram með tónlistar- og myndlistarkonunni Peaches og er meðlimur í pönklistasveitinni The PPBB.

Saga samdi dans- og sviðshreyfingar fyrir söngleikinn Eitruð lítil pilla í Borgarleikhúsinu, 2024. Hún hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna sem dansari ársins fyrir hlutverk sitt í Rómeó + Júlía eftir Ernu Ómarsdóttur og Höllu Ólafsdóttur (2023) en hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir dans- og sviðshreyfingar (EYÐUR ásamt Marmarabörnum og HÚMANIMAL ásamt Margréti Bjarnadóttur og leikhópnum Ég og vinir mínir).

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo