Kristinn Guðmundsson útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie árið 2012 og MA-gráðu frá Dutch Art Institute árið 2016. Hann vinnur með marga miðla og hefur sýnt verk sín víða um Evrópu. Kristinn starfar náið með austurríska myndlistarmanninum Peter Sattler. Auk myndlistar framleiðir, skrifar og stýrir Kristinn matreiðsluþáttunum Soð, sem sýndir hafa verið á RÚV. Hann hefur tekið þátt í sviðs og dansverkum, þar á meðal með Alexandra Bachzetsis, Katrínu Gunnarsdóttur, Sögu Sigurðardóttur og Marmarabörnum þar sem hann er stofnmeðlimur. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir dans og sviðshreyfingar ársins fyrir verkið Eyður.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.