Heim
Leita

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir

Leikhússtjóri
borgarleikhus@borgarleikhus.is

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari, leikstjóri og leikhússtjóri Borgarleikhússins er fædd árið 1972. Brynhildur lauk stúdentsprófi frá MR 1992 og stundaði síðan nám í frönsku við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi árið 1995. Hún útskrifaðist með BA Hons gráðu í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama vorið 1998 og lék í kjölfarið sitt fyrsta hlutverk á atvinnusviði við Royal National Theatre á South Bank í London. Brynhildur var leikari við Þjóðleikhúsið frá 1999-2012 og leikari við Borgarleikhúsið frá 2012-2020, þar sem hún leikstýrði einnig stórum sýningum. Hún hefur þrettán sinnum verið tilnefnd til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna og sjö sinnum hlotið verðlaunin: 2004 fyrir titilhlutverkið í Edith Piaf, 2006 fyrir Sólveigu í Pétri Gaut, 2008 fyrir BRÁK, 2013 fyrir hlutverk hinnar pólsku Danielu í Gullregni Ragnars Bragasonar og 2016 fyrir hlutverk Njáls í Njálu. Brynhildur hreppti Grímuverðlaunin 2008 sem Leikskáld ársins fyrir BRÁK sem samið var sérstaklega fyrir Söguloft Landnámssetursins í Borgarnesi. BRÁK var sýnd bæði í Landnámssetri og í Þjóðleikhúsinu. Brynhildur skrifaði leikritið Frida… viva la vida fyrir Þjóðleikhúsið, og fór með hlutverk Fridu Kahlo í verkinu. Hún leikstýrði óperunni Mannsröddinni hjá Íslensku óperunni, Ríkharði III og Vanja frænda á Stóra sviði Borgarleikhússins og hlaut Grímuverðlaunin fyrir leikstjórn sína árið 2019. Hún er einn af handritshöfundum gamanþáttanna Stelpurnar. Hún hefur tvisvar verið tilnefnd til Menningarverðlauna DV, fyrir Brák og hlutverk Davíðs Oddssonar í Guð blessi Ísland. Brynhildur hlaut Stefaníustjakann árið 2008 og hún var handhafi Íslensku Bjartsýnisverðlaunanna 2008. Veturinn 2011-2012 var Brynhildur rannsóknarnemandi við Yale School of Drama í Bandaríkjunum þar sem hún lagði stund á leikritun. Brynhildur var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2018, fyrir störf sín í þágu íslenskrar leiklistar. Hún tók við leikhússtjórastöðu í Borgarleikúsinu í febrúar 2020 og hefur gegnt því starfi síðan. Hefur hún hafið sitt annað tímabil í starfi leikhússtjóra en í hennar leikhússtjóratíð hefur leikhúsið farið í gegnum heimsfaraldur en stendur nú styrkum fótum, jafnt listrænt sem rekstrarlega.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo