Heim
Leita

Síð­ustu dag­ar Sæ­unn­ar leik­rit árs­ins

15. júní 2023


Guðrún Gísladóttir og Jóhann Sigurðarson fóru með aðalhlutverk, en þau hlutu bæði tilnefningar til Grímunnar fyrir hlutverk sín. Í ræðu sinni þakkaði Matthías sérstaklega Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur sem hann sagði gríðarlega mikilvægan fyrir þau sem fást við að skrifa leikrit, en Matthías var til skamms tíma leikskáld Borgarleikhússins fyrir tilstilli Leikritunarsjóðsins. Markmið sjóðsins er að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista og það er sannarlega gleðilegt að á nýliðnu leikári voru tvö verk á efniskrá Borgarleikhússins sem eru afsprengi Leikritunarsjóðs – Síðustu dagar Sæunnar og upplifunarverkið Góða ferð inn í gömul sár eftir Evu Rún Snorradóttur. Núverandi leikskáld Borgarleikhússins er Birnir Jón Sigurðsson, en auglýst verður eftir nýju leikskáldi í haust.

Við óskum Matthíasi Tryggva innilega til hamingju með þennan verðskuldaða heiður.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo