Borgarleikhúsið er best búna leikhús landsins. Í því eru þrír salir sem henta vel til funda, kynninga og tónleikahalds. Að auki er forsalur sem hentar vel fyrir móttökur eftir fundi og kynningar. Aðgengi hreyfihamlaðra er gott og það eru næg bílastæði við Borgarleikhúsið. Allir salir Borgarleikhússins eru búnir fullkomnum tæknibúnaði.
Stóri salur Borgarleikhússins er einn fullkomnasti viðburðasalur landsins. Salurinn skapar glæsilega umgjörð utan um ráðstefnur, fundi, tónleika og aðra viðburði.
Salurinn rúmar 547 gesti í sæti og er með einu best búna viðburðasviði landsins. Hljóðkerfi, ljósa- og myndbúnaður er fyrsta flokks og hentar jafnt fyrir fundi sem rokktónleika. Á sviðinu er hringsvið 14 m í þvermál og yfir því er flugráarkerfi með 36 rám. Með notkun svifráarkerfis og hringsviðs er hægt er að gera umgjörð tónleika og annarra viðburða einstaka og eftirminnilega.
Litla sviðið hentar mjög vel til funda og kynninga. Á Litla sviðinu skapast meiri nánd en á Stóra sviðinu. Lögun salarins gerir það að verkum að fjarlægð frá sviði til öftustu raðar er mjög lítil. Litla svið Borgarleikhússins rúmar 180 gesti. Hljóðkerfi, ljósa- og myndbúnaður er fyrsta flokks. Nánari upplýsingar um litla sviðið.
Nýja svið hentar mjög vel til funda, kynninga og tónleika. Nýja svið Borgarleikhússins rúmar 230 gesti. Hljóðkerfi, ljósa- og myndbúnaður er fyrsta flokks.
Forsalur Borgarleikhússins er rúmgóður og glæsilegur. Salurinn er búinn borðum og stólum fyrir sitjandi borðhald sem og þægilegum sófum og hlýlegum setkrókum.
Glæsilegur bar er í salnum og góð aðstaða til að bera fram matarveitingar. Forsalurinn hentar einstaklega vel fyrir móttökur, hvort sem þær eru hluti af viðburði sem fer fram á sviði leikhússins eða stakur viðburður.
Starfsfólk leikhússins hefur víðtæka reynslu af hverskyns viðburðahaldi og er boðið og búið að miðla af reynslu sinni, hvort sem ætlunin er að halda aðalfund, starfsmannafund, fræðslufund, ráðstefnu, vinnustofu, tónleika eða kokteilboð.
Vinsamlegast hafið samband við okkur í netfanginu borgarleikhus@borgarleikhus.is eða í síma 568 5500 til að fá að skoða eða fá tilboð fyrir þinn viðburð.
Listabraut 3
103 Reykjavík
Kt. 420269-6849
Miðasala: 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500
Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is
Takk fyrir stuðninginn
Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.