Leikskrá

Óskaland

Óskaland er 719. frumsýning Leikfélags Reykjavíkur. Frumsýning 11. október á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningartími er tvær og hálf klukkustund. Eitt hlé. Ljósmyndir eru teknar á æfingum og eru því ekki endanleg heimild um sýninguna.

Leikarar

Villi - Eggert Þorleifsson

Nanna - Sigrún Edda Björnsdóttir

Júlía - Esther Talía Casey

Tommi - Fannar Arnarsson

Benni - Jörundur Ragnarsson

Karla - Katla Margrét Þorgeirsdóttir

Baldur - Vilhelm Neto

Þýðing

Ingunn Snædal er skáldkona og þýðandi. Hún útskrifaðist með kennsluréttindi frá KÍ 1996 og úr Íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 2008. Ingunn hefur þýtt yfir hundrað skáldsögur og leikrit úr ensku, dönsku, norsku og sænsku og einnig starfað sem prófarkalesari og ritstjóri fyrir ýmsar bókaútgáfur og stofnanir. Hún hefur hlotið margvíslegar viðurkenninga fyrir ljóðabækur sínar og má þar nefna Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, Fjöruverðlaunin og tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Af nýlegum verkefnum hennar hjá Borgarleikhúsinu má nefna Teprurnar.

Leikstjórn

Hilmir Snær Guðnason útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1994 og hefur síðan leikið fjöldamörg hlutverk á flestum sviðum landsins auk þess að eiga að baki farsælan feril í kvikmyndum og sjónvarpi. Hilmir hefur síðustu ár starfað jöfnum höndum sem leikari og leikstjóri og leikstýrði síðast Teprunum í Borgarleikhúsinu auk þess sem hann fór með hlutverk í Mátulegum og Lúnu. Hilmir hefur hlotið fjöldamörg verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín svo sem Grímuna, Edduna, Menningarverðlaun DV og Stefaníustjakann.

Leikmynd

Börkur Jónsson útskrifaðist úr Skúlptúrdeild MHÍ 1999 og lauk MA gráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki árið 2002. Hann hefur starfað í leikhúsi, kvikmyndum og auglýsingum, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hann hefur unnið með Vesturporti frá stofnun þess og hannað fjölda leikmynda fyrir leikhópinn. Meðal nýlegra leikmynda Barkar fyrir Borgarleikhúsið má nefna Vanja frænda, Ég hleyp, Lúnu og Elly. Hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín, bæði hérlendis og erlendis.

Ljósahönnun

Gunnar Hildimar Halldórsson hefur starfað sem ljósatæknimaður og hönnuður frá árinu 2011. Hann vann í Hörpu Tónlistarhúsi og sinnti þar lýsingarhönnun á fjölbreyttum viðburðum frá óperuuppfærslum til Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar. Hann hefur einnig starfað sjálfstætt m.a. á Aldrei fór ég suður hátíðinni, fyrir Íslenska dansflokkinn, Fjallabræður ofl. Hann hóf störf hjá Borgarleikhúsinu árið 2022 og meðal sýninga sem hann hefur hannað lýsingu fyrir eru Deleríumbúbónis og Fúsi – aldur og fyrri störf.

Leikgervi

Guðbjörg Ívarsdóttir lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1983. Guðbjörg var fastráðin við leikgervadeild Borgarleikhússins árið 2013 og hefur síðan þá komið að flestum sýningum hússins. Af nýlegum verkefnum hennar í Borgarleikhúsinu má nefna Svartþröst, Deleríumbúbónis og Tepurnar.

Búningahönnun

Urður Hákonardóttir er tónlistarkona og búningahönnuður og hefur komið víða við á löngum og farsælum ferli. Hún var lengi meðlimur hljómsveitarinnar Gusgus en hefur einnig gefið út tónlist undir eigin nafni og samið tónverk fyrir bæði kvikmyndir og dansverk. Hún hefur starfað við búningagerð og hönnun í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Meðal nýlegra sýninga sem Urður hefur komið að í Borgarleikhúsinu má nefna Lúnu en þar var hún aðstoðarhönnuður búninga og Óskaland. Hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir búningana í Rómeó og Júlíu í Þjóðleikhúsinu.

Hljóðhönnun

Þorbjörn Steingrímsson lauk hljóðtækninámi á vegum Tækniskólans og Stúdíó Sýrlands árið 2016. Hann hóf störf sem hljóðmaður í Borgarleikhúsinu 2017 og var fastráðinn við hljóðdeild leikhússins árið 2019. Meðal nýlegra sýninga á sem Þorbjörn hefur unnið hljóðmynd fyrir eru Macbeth, Deleríumbúbónis, X, og Fíasól gefst aldrei upp.

Aðrir aðstandendur:

Sýningastjórn: Anna Pála Kristjánsdóttir
Hljóðmenn: Bjarni Antonsson og Snorri Beck Magnússon
Keyrslumenn: Kristinn Snær Sigurðsson, Magnús Thorlacius og Jón Heiðar Þorkelsson
Sviðsmenn: Máni Þorgilsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir og Sólrún María Jóhannsdóttir
Leikmyndagerð: Alexander Hugo Gunnarsson, Finnur G. Olguson, Halldór Sturluson, Helgi Þórsson, Hrafnkell Tumi Georgsson, Silja Jónsdóttir, Unnur Sif Geirdal og Viðar Jónsson
Aðstoð við búningagerð: Geirþrúður Einarsdóttir
Starfsnemi í búningagerð: Sonja Nyrja
Leikgervi: Elsa Þuríður Þórisdóttir, Guðbjörg Ívarsdóttir, Hera Hlín Svavarsdóttir, Hulda Finnsdóttir, Íris Bergsdóttir, Íris Lorange Káradóttir, Katrín Erla Friðriksdóttir, Kristín Elísabet Kristínardóttir, Sara Friðgeirsdóttir, Sigurveig Grétarsdóttir, Snædís Birta Ásgeirsdóttir, Valgerður Ingólfsdóttir
Myndatökur fyrir plaköt: Hörður Sveinsson

Sérstakar þakkir: Garminbúðin

Leikskrá

Ritstjórn: Maríanna Clara Lúthersdóttir
Útgefandi: Leikfélag Reykjavíkur
Leikhússtjóri: Brynhildur Guðjónsdóttir
Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir

Sýningaréttur

„Óskaland (Grand Horizons) var skrifað eftir pöntun annars vegar frá The Williamstown Theatre Festival, listrænn stjórnandi: Mandy Greenfield, og hins vegar frá Second Stage Theater, listrænn stjórnandi: Carole Rothman, framkvæmdastjóri: Casey Reitz. Heimsfrumsýning fór fram á Williamstown Theatre Festival í júlí 2019 og frumsýning á Broadway í desember sama ár í Second Stage Theater.

Sýningaréttur: Nordiska ApS“

Listrænir stjórnendur

Bess Wohl

Bess Wohl fæddist 1975 og ólst upp í Brooklyn í New York þar sem leiklistaráhuginn kviknaði eftir að amma hennar fór með hana á Pétur Pan þegar hún var fjögurra ára gömul. Hún stundaði nám í ensku við Harvard og lauk MFA gráðu í leiklist frá Yale háskóla, en þar skrifaði hún sitt fyrsta leikrit – CatsTalk Back, gamanleik um leikara í söngleiknum Cats – sem sýnt var á tilraunasviði skólans áður en það vann til verðlaun á alþjóðlegri leiklistarhátíð í New York.

Að loknu nám reyndi Bess fyrir sér sem leikkona og fékk m.a. lítil hlutverk í sjónvarpsþáttaröðunum Law & Order og CSI:NY og kvikmyndum á borð við Must Love Dogs og Flightplan. Meðfram því hélt hún áfram að skrifa leikrit en þegar vinsældir hennar sem leikskáld jukust, hvarf hún af leikaraferlinum og sneri sér alfarið að leikritaskrifum. Á sex ára tímabili sendi BessWohl frá sér um tug leikrita, sem sýna mikla breidd bæði í formi og efnistökum. Hún vakti strax athygli fyrir fyrsta verk sitt að loknu námi, American Hero (2014), sem hverfist um þrjá starfsmenn skyndibitakeðju sem þurfa að grípa til sinna ráða þegar útibússtjórinn hverfur sporlaust. Þó verkið sé vissulega gamanleikur kraumar undir niðri barátta bandarísks láglaunafólks við að lifa af og ádeila á markaðsöfl sem sækjast fyrst og síðast eftir hagnaði og einsleitni á kostnað sköpunar og frumleika.

Árið 2015 sendi hún frá sér tvö verk, sem eru eins ólík og hugsast getur. Annars vegar söngleikinn PrettyFilthy, sambland af heimildaverki og háðsádeilu um klámiðnaðinn í Los Angeles, og Small MouthSounds, um hóp fólks í leit að andlegri uppljómun í gegnum þagnarbindindi. Í kjölfarið fylgdu verk á borð við Barcelona (2016), spennuþrungið tveggja manna leikrit þar sem skyndikynni vinda upp á sig með óvæntum hætti og Make Believe(2019), draumkennt verk um foreldralaus systkini þar sem fortíð og nútið og ímyndun og raunveruleiki renna saman. Loks má nefna Camp Siegfried (2021), um ungt par sem kynnist í sumarbúðum fyrir unga nasista í Bandaríkjum millistríðsáranna, en sumarbúðir undir þessu nafni voru raunverulega starfræktar á Long Island í New York á fjórða áratug síðustu aldar með það að markmiði að innræta hugmyndafræði nasisma.

Óskaland (Grand Horizons) er þó líklega það verk sem mesta athygli hefur vakið af verkum BessWohl. Að forminu til er það hefðbundnara en mörg önnur verk hennar og hefur verið líkt við verk höfunda á borð við bandaríska leikskáldið Neil Simon sem er íslenskum leikhúsgestum að góðu kunnur. Verkið fjallar um hjónin Nönnu og Villa sem hafa nýverið fagnað fimmtíu ára brúðkaupsafmæli sínu þegar Nanna segist – upp úr þurru – vilja skilnað sem Villi samþykkir athugasemdalaust. Hugmyndin að leikritinu kviknaði þegar Wohl varð vör við að margir af vinum hennar og kunningjum töluðu um að foreldrar þeirra væru að skilja – á sjötugs eða jafnvel á áttræðisaldri. Henni varð því hugleikið hvað lægi á bak við svo stóra ákvörðun – eftir áratuga löng sambönd. Við fyrstu sýn er Óskaland gamanleikrit þótt ekki falli það beinlínis í farsa-flokkinn en þegar nánar er að gáð má greina myrkari hliðar og Wohl þykir takast listavel að spinna létt og leikandi gaman úr dekkri þráðum ótta og kvíða. Grand Horizons var frumsýnt í Hayes leikhúsinu á Broadway í janúar 2020 með þeim James Cromwell og Jane Alexander í hlutverkum Villa (Bill) og Nönnu (Nancy). Verkið hlaut tilnefningu til Tony verðlauna árið 2020 sem besta leikrit og Jane Alexander var tilnefnd fyrir leik í sýningunni en auk þess hefur það unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga. Verkið hefur í kjölfarið verið sýnt víða um Bandaríkin auk uppsetninga í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Þýskalandi og Sviss.

Á síðustu árum hefur Bess Wohl reynt sig við kvikmyndagerð en fyrsta kvikmynd hennar, Baby Ruby, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2022. Wohl skrifaði handritið og leikstýrði myndinni, sem skartar Kit Harington úr Game of Thrones í einu aðalhlutverkanna.

Magnús Þór Þor­bergs­son tók sam­an.

Nanna: „Ég held að ég vilji skilja við þig“ Villi lítur upp. Ef hann er undrandi sýnir hann það að minnsta kosti ekki.

Moses Hightower | Óskaland

Óskaland


Höldum því til haga hversu heitt ég ann
– þótt tímaglasið skorta fari sand –
vörunum sem heitar ég við vangann fann
vísa mér í óskaland.

Sjá hana og hann
sem fundu saman óskaland
Já, sjáðu hana og hann
sem fundu saman óskaland.
Hún og hann
fundu saman óskaland.


Dapurt er hve daglegt streð
er draumasvelt
en kannski vinn ég lífið á mitt band,
fæ stöðugjald af stöðnu hjarta niðurfellt
og sting svo af í óskaland.

Mikilsháttar ævintýri makalaus?
Mætti bjóða þér að snúa öllu á haus?

Texti

Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson

Villi: „Allt í lagi“ Hann heldur áfram að borða. Nanna borðar ekki.

Hjónin Villi og Nanna
Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo