Heim
Leita
Sköpunarkraftur - Leikgleði - Hugrekki

Leik­list­ar­skól­inn

Borgarleikhúsið býður upp á einstakt leiklistarnám fyrir börn á grunnskólaaldri. Námið er spennandi valkostur fyrir krakka sem hafa brennandi áhuga á leiklist.

Faglegt leiklistarnám á grunnskólastigi

Borgarleikhúsið býður upp á einstakt leiklistarnám fyrir börn á á grunnskólaaldri. Námið er spennandi valkostur fyrir krakka sem hafa brennandi áhuga á leiklist.

Leiklistarskóli Borgarleikhússins leggur áherslu á skapandi leiklistarnám undir leiðsögn gæða kennara. Skólastjóri er Emelía Antonsdóttir Crivello. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er lykilþáttur í starfi skólans. Í náminu kynnast nemendur einnig starfi Borgarleikhússins og fá heimsóknir frá listamönnum sem starfa í húsinu. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri uppskeruhátíð þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði.

Námið er byggt upp á þremur námsstigum sem taka eitt ár í senn. Kennt er tvisvar í viku tvo tíma í senn. Við lok 3. stigs útskrifast nemendur sem ungleikarar með viðurkenningu frá Borgarleikhúsinu. Útskriftarnemar taka þátt í metnaðarfullri sýningu sem sýnd er á sviði í Borgarleikhúsinu, þar fá nemendur að kynnast því hvernig er að vinna í atvinnuleikhúsi með ljósum, hljóðum, búningum, sviðsmynd og leikmunum.

Leiklistarskólinn var stofnaður árið 2016 og hefur síðustu ár vaxið og dafnað. Margir nemendur skólans hafa tekið þátt í ýmsum fjölbreyttum verkefnum, eins og leiksýningum, sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og talsetningu. Leiklistarskóli Borgarleikhússins er í góðu samstarfi við Krakkarúv, nemendur á þriðja ári sviðsetja árlega vinningsverkin úr handritasamkeppni barna, Krakkar skrifa sem er hluti af Sögum verðlaunahátíð barnanna

Frekari upplýsingar um leiklistarskólann er hægt að fá með því að senda póst á leiklistarskoli@borgarleikhus.is

Ljósmyndir

Námið

Leiklistarskóli Borgarleikhússins er faglegur leiklistarskóli fyrir börn. Skólinn leggur áherslu á skapandi leiklistarnám undir leiðsögn gæða kennara. Jákvæð hvatning og uppbygging nemenda er lykilþáttur í starfi skólans. Í náminu kynnast nemendur einnig starfi Borgarleikhússins og fá heimsóknir frá listamönnum sem starfa í húsinu. Á hverju vori taka nemendur þátt í metnaðarfullri uppskeruhátíð þar sem útskriftarnemar sýna frumsamið leikverk og nemendur á yngri stigum sýna styttri atriði.

Námsfyrirkomulag

Skólinn er þriggja ára leiklistarnám og nemendur útskrifast að því loknu sem Ungleikarar. Námið er byggt upp á þremur námsstigum sem taka eitt ár í senn. Í náminu kynnast nemendur jafnframt húsnæði og starfsemi Borgarleikhússins og fá reglulega heimsóknir frá starfandi listamönnum hússins.

Námsárið skiptist í haustönn sem hefst í september og vorönn sem hefst í janúar. Hver önn er 12 kennsluvikur. Ástundun við skólann er að jafnaði tvo daga vikunnar, tvær klukkustundir í senn, samtals fjórar klukkustundir í viku. Að auki býðst nemendum skólans að bæta við sig námi í dansi og söng í samtals tvær klukkustundir á viku.

Almenn skólagjöld fyrir hvora önn veturinn 2024-2025 eru 120.000 kr.
Verð á söngnámskeiði er 40.000 kr. og dansnámskeiði 28.000 kr.

Námsstig skólans

1. stig

Markmið 1. stigs er að byggja upp grunnþekkingu í leiktúlkun, líkams- og raddbeitingu. Unnið er að því að styrkja sjálfstraust nemandans, efla leikgleði, skynjun hans á umhverfi sínu og getu hans til að starfa með öðrum.

2. stig

Markmið 2. stigs er að dýpka þekkingu nemenda á leiktækni og leikstílum.
Nemendur vinna að persónusköpun og lögð er áhersla á radd- og líkamsbeitingu.

3. stig

Markmið 3. stigs er að dýpka þekkingu nemenda í leiktúlkun og sköpun. Á haustönn taka nemendur þátt í samstarfsverkefni Borgarleikhússins og KrakkaRÚV og setja upp verðlaunahandrit Krakkar skrifa. Á vorönn vinna nemendur að frumsömdu sviðsverki í samvinnu við kennara. Lögð er áhersla á skapandi vinnu nemenda og sýningarreynslu.

Við lok 3. stigs útskrifast nemendur sem ungleikarar með viðurkenningu frá Borgarleikhúsinu. Útskriftarnemar taka þátt í metnaðarfullri sýningu sem sýnd er á sviði í Borgarleikhúsinu, þar fá nemendur að kynnast því hvernig er að vinna í atvinnuleikhúsi með ljósum, hljóðum, búningum, sviðsmynd og leikmunum.

Hlutverk skólans og markmið

Meginmarkmið skólans er að veita nemendum sínum leiklistarnám í hæsta gæðaflokki í skóla þar sem fagmennska kennara byggir á sérfræðilegri starfsmenntun, þekkingu og reynslu. Rík áhersla er lögð á skapandi hugsun.

Unnið er markvisst að því að styrkja tenginguna á milli leiktækni, tjáningar, sköpunar og einstaklingsbundnum eiginleikum hvers og eins nemanda.

Kennarar veita nemendum sem þess óska ráðgjöf varðandi áframhaldandi leiklistarnám eftir útskrift og önnur leiklistartengd verkefni.

Skólinn leggur áherslu á vellíðan nemenda með áherslum sem endirspeglast í slagorði skólans:

Sköpunarkraftur - Leikgleði - Hugrekki

Kennarar við skólann

Í leiklistarskóla hússins starfar frábær hópur af kennurum og listamönnum, öll með víðtæka menntun og reynslu á sínu sviði.

Allir kennarar skólans eru með háskólagráðu í sviðslistum, hafa mikla reynslu/menntun í kennslufræðum og koma með fjölbreytta sérþekkingu inn í kennsluna.




Samstarf

Leiklistarskólinn stendur fyrir fjölbreyttum fræðsluverkefnum sem unnin eru í samstarfi við ýmsar stofnanir og hátíðir. Verkefnin eru hluti af þeirri vegferð Borgarleikhússins að auka aðgengi að menningarstarfsemi leikhússins.

Sögur - Verðlaunahátíð barnanna

Borgarleikhúsið er aðili að Sögum sem eru stórt samstarfsverkefni margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Skorað er á krakka á aldrinum 6-12 ára til að taka þátt og senda inn sögurnar sínar í ýmsum formum, m.a. eru krakkar hvattir til að senda inn handrit í Krakkar skrifa leikrit. Borgarleikhúsið velur tvö verk sem sett eru á svið af útskriftarnemendum Leiklistarskólans á hverri haustönn. Leikritin eru tekin upp og gerð aðgengileg á vef Krakkarúv.

Senda inn handrit

Léttir

Borgarleikhúsið tekur árlega á móti hópi barna sem eru í leit að alþjóðlegri vernd á Íslandi. Hópurinn tekur þátt í samveru og leiklistarsmiðju sem kallast Léttir og er verkefni á vegum Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Verkefnið er styrkt af Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og Borgarleikhúsinu er mikill heiður að geta boðið til sín þessum þátttakendum. Áhersla er lögð á sköpun og leikgleði og að reyna leiklistarkennslu með lágmarks áherslu á tungumálið. Þátttakendur fara einnig í skoðunarferð um húsið og er að lokum boðið að horfa á leiksýningu.

Krakkar kenna krökkum

Nemendur leiklistarskólans taka árlega þátt í Barnamenningarhátíð í Reykjavík þar sem m.a. er boðið upp á leiklistarsmiðju sem nefnist Krakkar kenna krökkum. Leiklistarsmiðjan er ætluð börnum 8-11 ára og er haldin bæði í Borgarleikhúsinu og Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka! í Völvufelli í Breiðholtinu. Nemendur Leiklistarskólans leiða smiðjuna og miðla sinni reynslu á skemmtilegan og skapandi hátt. Smiðjan er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Léttir 2023

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo