Heim
Leita

Gefðu starfsfólkinu upplifun

Gjafakort í Borgarleikhúsið er frábær gjöf fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Við bjóðum upp á ýmsar útfærslur af gjafakortum ásamt því að bjóða upp á tilboð á heilum sýningum fyrir hópa.

Borgarleikhúsið býður upp á margs konar tækifæri fyrir fullkomna kvöldstund. Það er víst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á Stóra sviðinu verða þrjár sýningar frumsýndar í vetur: Óskaland í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar þar sem Eggert Þorleifsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Villi Neto og Jörundur Ragnarsson eru í aðalhlutverkum; Ungfrú Ísland eftir skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur og Þetta er Laddi, ný sýning eftir Ólaf Egil Ólafsson. Auk þess verður fjöldinn allur af öðrum leikritum frumsýndur en alls eru um 20 sýningar á fjölunum í Borgarleikhúsinu nú í ár.

Jómfrúin er í samstarfi við Borgarleikhúsið og nú er líka hægt að kaupa gjafakort fyrir veitingum á undan sýningu til að bæta við gjafakort leikhússins.

Í vetur verður einnig boðið upp á textaðar leiksýningar fyrir heyrnarskerta og fólk af erlendum uppruna þar sem þau geta nálgast texta sýningarinnar á íslensku, ensku eða pólsku í gegnum forrit í snjallsíma. Gjafakort í Borgarleikhúsið er því gjöf sem hentar öllum.

Hafir þú áhuga smellir þú einfaldlega hér og sendir okkur hversu mörg gjafakort fyrirtækið þitt myndi vilja gefa og við svörum um hæl með tilboði sem hentar sérstaklega fyrir ykkar hóp. Samþykkir þú tilboðið útbúum við gjafakortin og sendum þau fallega innpökkuð. 

Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur fyrir nánari upplýsingar eða tilboðspakka fyrir þitt fyrirtæki. Erna Sif Þorkelsdóttir, miðasölustjóri, svarar fyrirspurnum í gegnum netfangið midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo