Heim
Leita

Yfir 1.300 börn á Kjar­val!

10. október 2024

Kjarval skólasýning

Undanfarnar vikur höfum við tekið á móti yfir 1.300 börnum í fimmta bekk í grunnskólum Reykjavíkurborgar á Kjarval, undurfagurt og skemmtilegt verk um þennan dáða listamann.

Í dag fengum við síðasta hóp leikársins í heimsókn þegar börn úr Klettaskóla komu á afslappaða sýningu.

Á afslöppuðum sýningum eru ljós í áhorfendasal dempuð í stað þess að vera slökkt, dyr eru opnar á meðan sýningu stendur og í forsal er boðið upp á skynrými, sem er afdrep þar sem hægt er að fá hvíld frá áreiti.

Leikhópurinn leggur nú af stað í leikferð austur á land þar sem Kjarval verður sýndur í Sviðslistamiðstöð Austurlands fyrir börn í Múlaþingi og Fjarðabyggð.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo