Barnaleikhópurinn í Fíusól tók þátt í þremur viðburðum - opnunarhátíð Barnamenningarhátíðar sem fór fram í Hörpu, Regnbogi meistarans tónleikunum og Krakkaþingi Fíusólar sem fór síðan fram í lok vikunnar, á Stóra sviði Borgarleikhússins. Í lok Krakkaþingsins var Stóra sviðið fyllt af börnum!
Þá sýndu nemendur úr leiklistarskóla Borgarleikhússins einnig leikrit sem þau skrifuðu sjálf, og Hvíta tígrisdýrið var sýnt tvisvar fyrir fullum sal - önnur sýningin var afslöppuð og þannig aðgengileg fyrir yngri hópa og seinni sýningin var táknmálstúlkuð.
Viðburðirnir eru samstarfsverkefni Borgarleikhússins við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Krakkaþing Fíusólar er jafnframt styrkt af Barnamenningarsjóði. Þema hátíðarinnar í ár var Lýðræði.