Heim
Leita

Vel heppn­að­ur blaða­manna­fund­ur barn­anna

4. október 2024

Í apríl síðastliðnum stóð Borgarleikhúsið fyrir Krakkaþingi þar sem 70 börn og unglingar á aldrinum 9–15 ára með brennandi áhuga á leikhúsi hittust og ræddu málin. Niðurstaða þeirrar vinnu var afgerandi: Leikhús breytir lífum!

Miðvikudaginn 2. október voru niðurstöður frá þinginu kynntar í forsal Borgarleikhússins.

Á fundinum fengu raddir krakkanna að hljóma, þau sögðu viðstöddum hvað leikhús þýðir fyrir þeim, hvernig það hefur breytt lífi þeirra en jafnframt vilja þau vera okkur leiðarljós svo við getum gert betur.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Borgarleikhúsið til að hlýða á raddir barnanna, þar á meðal Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo