Í janúar n.k mun glæný leikgerð af verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, líta dagsins ljós í mögnuðu sjónarspili. Sýningin verður frumsýnd 17. janúar og verður hátíðarsýning Borgarleihússins.
Mikil eftirvænting er eftir sýningunni og er miðasala hafin!
Þegar karlmenn fæðast skáld en konum er boðið að verða ungfrú Ísland er hægara sagt en gert fyrir unga skáldkonu vestan úr Dölum að harsla sér völl í höfuðborginni. Sömuleiðis er snúið fyrir stæðilegan sjómann láta drauminn um búningahönnun rætast og unga móður með lítil börn að hafa næði til að yrkja.
Leiftrandi húmor, þungur harmur og heillandi fegurð einkenna sögu Auðar Övu en leikstjóri er Gréta Kristín Ómarsdóttir og Bjarni Jónsson er höfundur leikgerðar. Kristinn Arnar Sigurðsson sér um leikmynd, Filippía Elísdóttir búninga og Unnsteinn Manúel gerir hljóðmynd. Með hlutverk Heklu, Jóns Johns og Íseyjar fara Íris Tanja Flygenring, Fannar Arnarsson og Birna Pétursdóttir.
Miðasala er hér