Heim
Leita

Til ham­ingju með dag ís­lenskr­ar tungu

16. nóvember 2024

Ungfrú Ísland

Á degi íslenskrar tungu er við hæfi að fagna tungumálinu í öllum sínum birtingarmyndum og í leikhúsinu fögnum við þeim nýju íslensku leikverkum sem frumsýnd eru á leikárinu; Sýslumanni Dauðans eftir Birni Jón Sigurðsson, Ungfrú Ísland, sem byggt er á verðlaunaskáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur og Þetta er Laddi eftir Ólaf Egil Egilsson og Völu Kristínu Eiríksdóttur en í þessum ólíku verkum má finna slátt og kyngikraft tungumálsins. Hallgrímur Helgason fer svo hamförum á Litla sviðinu í magnaðri endursögn á þriggja binda þrekvirki sínu, Sextíu kílóa bókaflokknum og ungir höfundar Gaflaraleikhússins fara leikandi léttum höndum um tungumálið á Nýja sviðinu í gamanleiknum Tómri hamingju. En við fögnum ekki síður þýðendunum sem helga sig því að færa okkur heiminn heim, þeim sem opna dyr inn í aðra menningarheima og leitast við að raungera orð Einars Benediktssonar um að „orð sé á Íslandi til/um allt sem er hugsað á jörðu“. Þannig færir Jón St. Kristjánsson okkur glóheitan Tennessee Williams í Ketti á heitu blikkþaki, Ingunn Snædal töfrar okkur til Óskalands Bess Wohl í samnefndri sýningu og Sigurbjörg Þrastardóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir leiða okkur inn á öræfin í Fjallabaki Annie Proulx. En kannski má segja að mikilvægasta stefnumót íslenskunnar sé við þær nýju kynslóðir sem gera tungumálið að sínu, öllum þeim börnum sem alast upp á Íslandi í dag og eru hvern dag að prófa sig áfram og móta tungumálið. Þau, um fram alla aðra, bjóðum við velkomin í Borgarleikhúsið þar sem sögur fá vængi og hið talaða orð sameinar hjörtu. Til hamingju með daginn öll!

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo