Laugardaginn 16. nóvember voru þrjú ný leikrit eftir börn og unglinga á aldrinum 12-15 ára frumsýnd á Litla sviði Borgarleikhússins. Höfundar og leikarar sýninganna eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins. Leikmynda- og búningahönnuður er Alexía Rós Gylfadóttir. Ljósmyndari er Leifur Wilberg.
Endastöðin
Í himnaríki er of mikið að gera því Lykla Pétur hleypir öllum inn og í staðinn er þá ekkert að gera í helvíti og púkunum dauðleiðist. Hvað gerist þegar Guð fer í frí til Tene og púkarnir komast á snoðir um það? Fjörugt ævintýraleikrit þar sem við fylgjumst með starfsmönnum himnaríkis og helvítis.
Leikarar og höfundar: Amalía Berndsen Ágústsdóttir, Birta Steinunn Ægisdóttir, Bríet Sóley Valgeirsdóttir, Eva Freysdóttir, Friðrik Bjarni Jónsson, Gunnar Erik Snorrason, Kári Atlason, Katla María Arnarsdóttir, Katrín Rosanna Fabian, Kolbrún Lilja Hauksdóttir, Ronja Þrastardóttir Hansen, Snæfríður Rannveig Finnsdóttir, Snorri Brynjar Sölvason, Viktoría Líf Styff, Þorlákur Ýmir Helgason.
Leikstjórn: Ylfa Ösp Áskelsdóttir.
Alltaf gleði í Gleðibankanum
Það er alltaf gleði í Gleðibankanum, jafnvel þó að bankastjórinn sé kominn með tvo nýja fjálmálaráðgjafa til að redda málunum og að starfsfólkið sé komið á snoðir um að allt sé ekki með felldu. Gamanleikrit með sprenghlægilegum persónum.
Leikarar og höfundar: Brynja Líf Þórarinsdóttir, Fríða Lúna Guðmundsdóttir, Helga Viktoría Bjarnadóttir Thoroddsen, Hreggviður Dýri Helgason, Judith Stefnisdóttir, Kormákur Cortes, Kristín Hrafnhildur Hayward, Lovísa Gísladóttir, Patrik Óliver Benónýsson, Pétur Þór Tjörvason Rafnar, Vilhjálmur Hauksson, Vilhjálmur Valtýr Kristjánsson, Þór S. Kolbrúnarson.
Leikstjórn: Rebekka Magnúsdóttir
Þornurt og þjáningar
Í kúrekabænum Rauðagili er það reglubókin Harðjaxlinn sem ræður ríkjum. Reglunum í harðjaxlinum skal fylgja í einu öllu, eða hvað? Kynjatvíhyggjunni er storkað í þessu fallega og kómíska kúrekadrama. Leikarar og höfundar: Aníta Björt Arnarsdóttir, Bjartur Hafnfjörð Tryggvason, Embla Steinvör Stefánsdóttir, Eydís Ásla Fossádal Rúnarsdóttir, Frigg Fannarsdóttir, Hildur Óskarsdóttir, Ingibjörg Íris Atladóttir, Júlía Hilmarsdóttir, Kristín Ásta Sigtryggsdóttir, Thelma Hrönn Gísladóttir, Tómas Heiðar Helgason, Vera Vigdís Bergs, Þórunn María Reynisdóttir.
Leikstjórn: Eva Halldóra Guðmundsdóttir.
Verkefnastjórn: Emelía Antonsdóttir Crivello
Leikmynd og búningar: Alexía Rós Gylfadóttir
Lýsing: Alex Leó Kristinsson
Hljóð: Máni Magnússon
Sýningarstjóri: Þórey Selma Sverrisdóttir
Myndband í Endastöðinni: Hákon Örn Helgason
Starfsnemi: Katla Ársælsdóttir