Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnarsson kemur beint frá Bayreuth í Borgarleikhúsið og sökkvir sér í eitt lykilverka 20. aldarinnar, Kött á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams.
Myndlistakonan og pistlahöfundurinn Erna Mist sér um leikmynd og búninga en Jón St. Kristjánsson hefur gert nýja þýðingu. Sigurður Ingvarsson og Ásthildur Úa Sigurðardóttir fara með hlutverk Brick og Maggie en í öðrum hlutverkum eru Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hákon Jóhannesson, Heiðdís Hlynsdóttir, Halldór Gylfason og Jörundur Ragnarsson. Þorleifur Örn hefur skapað ógleymanlega heima í stórsýningum á borð við Njálu og Guð blessi Ísland. Nú þysjar hann inn og rannsakar þessa mögnuðu fjölskyldusögu Tennessee Williams, ásamt þungavigtar leikhópi, á Litla sviðinu. Frumsýning er 29. desember n.k.