Er þetta flugvél? Er þetta leðurblaka? Er þetta þjóðargersemi? Nei! Nei! og já! Þetta er Laddi!
Leikárið framundan er fullt af nýju efni og rúsínan í pylsuendanum er tvímælalaust nýtt sköpunarverk Ólafs Egils Egilssonar, sem hann vinnur ásamt Völu Krisínu Eiríksdóttur um manninn sem glatt hefur kynslóðir Íslendinga, fengið okkur til að dansa, syngja og veltast um af hlátri.
Í sýningunni Þetta er Laddi skyggnist leikstjórinn og handritshöfundurinn Ólafur Egill Egilsson í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur inn í kollinn á Ladda. Uppruni gamalkunnra persóna verður kannaður, þróun íslensks gríns verður sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram – en fyrst og fremst verður hlegið – og þakkað fyrir alla gleðina.