Shakespe­are þýð­ing­ar Indriða Ein­ars­son­ar

19. apríl 2024

Rétt tæp hundrað ár eru nú liðin síðan Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrstu Shakespeare sýningarnar á Íslandi, Þrettándakvöld og Vetrarævintýri árið 1926. Bæði verk voru þýdd af leikskáldinu Indriði Einarssyni, en hann þýddi þó nokkur leikrita Shakespeares, sem þó voru aldrei gefin út né sviðsett í hans þýðingum.

Nýlega fundust handrit af nokkrum Shakespeare-þýðinga Indriða í fórum erfingja hans. Af því tilefni verður efnt til dagskrár á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 27. apríl n.k. kl. 13 þar sem handritin verða formlega afhent Landsbókasafninu til varðveislu. Flutt verða erindi um Indriða og Shakespeare þýðingar hans, sungin lög við ljóð Indriða og leikarar Leikfélags Reykjavíkur lesa atriði úr þýðingunum á Much Ado About Nothing, eða Mikil fyrirhöfn út af engu eins og það heitir í þýðingu Indriða, og As You Like It, eða Sem yður þóknast.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo