Heim
Leita

Pét­ur Ein­ars­son in memoriam

26. apríl 2024

Pétur fæddist í Vestmannaeyjum 31. október 1940 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1961. Hann steig fyrst á svið í skólasýningum MA og þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Á meðan á námi þar stóð lék Pétur sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélaginu í Ástarhringnum eftir Arthur Schnitzler sem frumsýnt var í Iðnó í janúar 1963. Eftir útskrift úr leiklistarskóla LR hlaut Pétur styrk til framhaldsnáms við Georgíu háskóla í Bandaríkjunum, þar sem hann dvaldi 1965-66.

Fljótlega eftir heimkomu var Pétur fastráðinn við Leikfélag Reykjavíkur og lék hann þar hátt í 100 hlutverk á ferli sínum, auk nokkurra hlutverka hjá Leikfélagi Akureyrar, Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Grímu. Pétur lék mörg burðarhlutverk hjá LR og má þar m.a. nefna Makbeð (1976) og Lé konung (2002), Orgon í Tartuffe (1993) og Gregers Werle í Villiöndinni (1975). Síðasta hlutverk Péturs hjá Leikfélagi Reykjavíkur var þjónninn Firs í Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekov árið 2011.

Pétur var einn stofnenda Félags leikstjóra og um tíma formaður sambands leikstjóra á Norðurlöndum. Hann var um tíma skólastjóri Leiklistarskóla Íslands og sat í leikhúsráði Leikfélags Reykjavíkur.

Pétur var burðarás í starfi Leikfélags Reykjavíkur um áratugaskeið og var útnefndur heiðursfélagi Leikfélagsins árið 2017

Starfsfólk Borgarleikhússins sendir aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessa merka listamanns.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo