Heim
Leita

Leik­hús­kaffi - Ung­frú Ís­land

3. janúar 2025

Veggspjald. Ungfrú Ísland. Á mynd: Fannar Arnarsson, Íris Tanja Flygenring, Birna Pétursdóttir og Hjörtur Jóhann Jónsson í hlutverkum sínum. Borgarleikhúsið 2024.

Mánudaginn 6. janúar kl. 17:30 verður boðið upp á leikhúskaffi í tengslum við sýninguna Ungfrú Ísland í leikstjórn Grétu Kristínar Ómarsdóttur sem frumsýnd verður 17. janúar.

Leikhúskaffið er skemmtilegur viðburður fyrir öll sem hafa áhuga á leikhúsi. Það hefst á Borgarbókasafni Reykjavíkur í Kringlunni þar sem Gréta Kristín mun segja frá sýningunni. Í kjölfarið verður gengið yfir á Stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasöm.

Gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

Um sýninguna:

Hekla þráir að skrifa en það reynist fjarlægur draumur fyrir unga konu á Íslandi rétt eftir miðbik síðustu aldar. Draumurinn er enn fjarlægari fyrir Íseyju, sem er gift og komin með barn og eru sjálfkrafa allar bjargir bannaðar. Bara að fá að vera til á eigin forsendum virðist utan seilingar og hið sama upplifir hinn ungi Jón John.

Ungfrú Ísland er kyngimögnuð saga sem gerist á barmi byltinga, fangar tíðaranda og tilfinningar. Þetta er saga um baráttu fólks fyrir höfundarétti á eigin lífi á tímum þegar sjálfstæði kvenna og hinseginleiki voru þyrnar í augum íhaldsams samfélags, barátta sem enn er háð í dag. En þetta er einnig saga um sjálfan sköpunarkraftinn, lífsviljann og ævarandi leit að betri heimi, þar sem allt það sem ekki er orðið til kraumar undir yfirborðinu og brýtur sér leið í ljósið með tilheyrandi titringi og átökum.

Ritsnilld Auðar Övu er landsmönnum að góðu kunn og hér má finna leiftrandi húmor, þungan harm og heillandi fegurð.

Nánari upplýsingar má finna á fb síðu viðburðarins með því að smella hér.

Hjólastólaaðgengi er á viðburðinn.

Öll eru hjartanlega velkomin!

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo