Leik­hús­kaffi í janú­ar

2. janúar 2024


Leikhúskaffi | Vaðlaheiðargöng - 23. janúar kl. 17:30

Karl Ágúst Þorbergsson, leikstjóri segir gestum frá uppsetningu Borgarleikhússins, í samstarfi við leikhópinn Verkfræðing, á verkinu Vaðlaheiðargöng. Leikhúskaffið fer fram í Borgarbókasafninu Kringlunni, þriðjudaginn 23. janúar kl. 17:30.Í kjölfarið verður farið yfir í Borgarleikhúsið og þar fá gestir stutta kynningu á leikmynd og annarri umgjörð sýningarinnar. Í lokin býðst gestum 10% afsláttur af miðum á sýninguna.

Verkið Vaðlaheiðargöng er unnið í samsköpun undir listrænni stjórn Karls Ágústs Þorbergssonar. Verkið endurspeglar þá ljóðrænu fegurð sem birtist í framkvæmdasögu Vaðlaheiðarganga, sambandi mannlegs hversdagsleika og náttúru og yfirvofandi endalokum alls í kjölfar hamfarahlýnunar. Vaðlaheiðargöng verður frumsýnt þann 2. febrúar.

Frekari upplýsingar um viðburðinn hér. (https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/leikhuskaffi-vadlaheidargong?fbclid=IwAR1-IEO6yL3Mi5C9doYbn2HwzfExaohEhaGm2D7sMKEzcSvE33y6XO0d29M)

Leikhúskaffi | Eitruð lítil pilla - 30. janúar kl. 17:30

Í febrúar næstkomandi verður söngleikurinn Eitruð lítil pilla (Jagged Little Pill) frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins. Söngleikurinn byggir á tónlist af samnefndri plötu Alanis Morissette, einni áhrifamestu plötu tíunda áratugarins og einni söluhæstu hljómplötu allra tíma.

Leikhúskaffið hefst á Borgarbókasafninu Kringlunni þar sem Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikstjóri segir gestum stuttlega frá sýningunni. Í kjölfarið verður farið samferða yfir á stóra svið Borgarleikhússins þar sem leikmyndin verður skoðuð og boðið upp á umræður og spurningar fyrir áhugasama.Aðgangur er ókeypis og gestum leikhúskaffis býðst 10% afsláttur af miðaverði á sýninguna.

Frekari upplýsingar um viðburðinn hér. (https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fraedsla/leikhuskaffi-eitrud-litil-pilla?fbclid=IwAR1G55ADOiWY3cVzaMSdLJjXvR2pvmHyuENz-eh5PiAeTiNM-asgHEhFKLg)

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo