Krakka­þing Fíu­sól­ar

17. apríl 2024


Þegar Borgarleikhúsið ákvað að taka til sýninga verkið Fíasól gefst aldrei upp var óhjákvæmilegt að kynna sér nánar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en hann var höfundi bókanna um Fíusól, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, hugleikin við ritun bókanna. Leikhúsið fór því í samvinnu við UNICEF og haldið var þing með öllum börnunum sem leika í sýningunni þar sem Barnasáttmálinn var kynntur bæði fyrir börnunum og starfsfólki hússins. Þingið hafði að leiðarljósi hvernig börnin gætu haft áhrif á leikhúsið og sýninguna sjálfa en einnig var skoðað hvernig vinnuaðstæður barna í leikhúsi eru í dag. Í kjölfarið gerði Borgarleikhúsið ákveðnar verklagsreglur til þess að leikhúsið yrði barnvænn vinnustaður.

Nú vill Borgarleikhúsið bjóða fleiri börnum að borðinu. Krakkaþing Fíusólar er einstakur viðburður sem haldin verður í leikhúsinu föstudaginn 26. apríl. Þann dag munu börn sem vinna í leikhúsi á Íslandi, nemendur í leiklistarskóla Borgarleikhússins auk tveggja barna úr hverjum grunnskóla Reykjavíkur koma saman og svara þremur spurningum:

1. Hvernig er að vera barn og vinna í leikhúsi á Íslandi í dag?
2. Hvernig finnst börnum að leiklistarnám fyrir börn eigi að vera?
3. Hvernig finnst börnum að leikhús á Íslandi eigi að vera?

Að þessu þingi loknu verður Borgarleikhúsið opnað öllum börnum klukkan 17:00. Við hvetjum öll til að koma, með eða án foreldra og hlusta á niðurstöður þingsins auk þess sem ungleikarar úr Fíusól munu sýna atriði úr sýningunni. Í lokin verður öllum börnum boðið að stíga á svið og taka undir Baráttusöng barna – takmarkið er að fylla Stóra svið Borgarleikhússins af krökkum.

Hér er hægt að nálgast miða á opnu dagskrána (/syningar/krakkathing-fiusolar-opin-dagskra) sem verður föstudaginn 26. apríl á milli kl. 17:00-18:00. Aðgangur ókeypis!

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo