Heim
Leita

Kolfinna Nikulás­dótt­ir leik­stýr­ir Hamlet í Borg­ar­leik­hús­inu

12. júní 2024

Undirbúningur fyrir komandi leikár er á fullu í Borgarleikhúsinu og verður hulunni svipt af verkefnaskrá leikhússins á allra næstu dögum. Mörg stór og spennandi verkefni eru í burðarliðnum og undirbúningur hafinn fyrir næstu tvö leikár.

Hefur Borgarleikhúsið gert samning við Kolfinnu Nikulásdóttur um að leikstýra hinum kynngimagnaða Hamlet eftir Williams Shakespeare leikárið 2025-2026. Kolfinna vakti verðskuldaða athygli fyrir leikstjórn sína á Ást Fedru, en sýningin hlaut fern verðlaun á nýafstaðinni Grímuhátíð. Filippía Elísdóttir sér um leikmynd og búninga en þær Kolfinna unnu einnig saman í Ást Fedru. Tilkynnt verður síðar um aðra listræna stjórnendur og leikara í sýningunni en áætluð frumsýning er haust 2025.

“Það er langþráður draumur að vinna með Skáldið, svo ég tali nú ekki um sannleiksprinsinn sjálfan hann Hamlet. Ég mun takast á við margslunginn efnivið verksins- völd, valdaleysi, sannleiksþrá, hefnd, frelsi og ímyndarsköpun. Hið persónulega og hið opinbera sjálf, það sem við sýnum og það sem við felum. Við tengdum öll þá og við tengjum öll enn. Ég ætla í ferðalag inn í framtíðina, með fortíðina í farteskinu og hlakka mikið til að vera, (nú) eða ekki vera, með Hamlet í Borgarleikhúsinu.”Segir leikstjórinn Kolfinna Nikulásdóttir.

Ljósmynd: Filippía Elísdóttir



Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo