Borgarleikhúsið og Samtökin '78 bjóða öll hjartanlega velkomin í spjall um hinseginleikann í leikhúsinu á Litla sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 3. nóvember kl. 14:00.
Leikhúsmenning og hinseginmenning hafa löngum verið samofin og í vetur eru fjögur verk með einhverskonar hinsegin sýnileika á dagskrá Borgarleikhússins.
Við ætlum að ræða um birtingarmyndir hinsegileika út frá þessum fjórum verkum en jafnframt um hinseginleika í leikhúsi almennt.
Dagskrá
Fundarstjóri - Edda Sigurðardóttir fræðslustýra Samtakanna '78
Ávarp - Sigríður Jónsdóttir, leikhúsfræðingur
Í pallborði verða;
Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri
Fannar Arnarsson, leikari
Hjörtur Jóhann Jónsson, leikari
Íris Tanja Flygenring, leikkona
Kristmundur Pétursson, varaformaður Samtakanna ´78
Valur Freyr Einarsson, leikstjóri og leikari
Bergrún Andradóttir, skrifstofustýra Samtakanna '78 stýrir umræðum
Hjólastólaaðgengi er á viðburðinum.
Öll eru hjartanlega velkomin! Aðgangur er ókeypis. Skráning hér