Af­mæli: Frú Vig­dís Finn­boga­dótt­ir

15. apríl 2025

Vigdís Finbogadóttir fyrir framan Iðnó í Reykjavík

Í dag, 15. apríl fagnar frú Vigdís Finnbogadóttir 95 ára afmæli. Vigdís tók við leikhússtjórastöðu Leikfélags Reykjavíkur haustið 1972 og stýrði Leikfélaginu til ársins 1980 þegar hún var kosin forseti Íslands. Framlag Vigdísar til leiklistar á Íslandi, sem og íslenskrar menningar almennt, verður seint fullþakkað.

Í leikhússtjóratíð Vigdísar var grunnur lagður að byggingu Borgarleikhússins, en fyrsta skóflustunga þess var tekin árið 1976. Bygging Borgarleikhússins var eitt af helstu stefnumálum Vigdísar sem leikhússtjóri, ásamt því að efla íslenska leikritun og gera leikhúsið aðgengilegra fyrir ungt fólk og ná til allra stétta samfélagsins. Íslensk leikritun var í öndvegi í Iðnó í tíð Vigdísar og mátti þá sjá verk höfunda á borð við Nínu Björk Árnadóttur, Birgi Sigurðsson, Kjartan Ragnarsson og Svövu Jakobsdóttur. Sum þeirra, eins og Saumastofa Kjartans Ragnarssonar, voru með vinsælustu sýningum tímabilsins hjá Leikfélagi Reykjavíkur.

Stuðningur Vigdísar við íslenska leikritun hjá Leikfélagi Reykjavíkur er mikill enn í dag, m.a. í gegnum leikritunarsjóð LR, sem hún hefur veitt forystu frá stofnun sjóðsins.

Starfsfólk Borgarleikhússins óskar Vigdísi allra heilla í tilefni dagsins og þakkar fyrir ómetanlegan stuðning og hvatningu undanfarinna áratuga.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo