Heim
Leita

Elly smörrebröd sér­val­ið af Katrínu Hall­dóru

9. september 2024

Í tilefni þess að hin margrómaða sýning Elly snýr aftur á svið eftir fimm ára hlé hefur Katrín Halldóra, í samstarfi við matreiðslumeistara Jómfrúarinnar, sérvalið nýjan rétt á matseðil leikhúsbarsins. Elly smurbrauðið er innblásið af hinni töfrandi Elly sem Katrín Halldóra túlkar í sýningunni.

Leikhúsbar Borgarleikhússins býður upp á úrval af ekta dönsku smurbrauði frá Jómfrúnni. Húsið opnar kl. 18.30 öll sýningarkvöld og því geta gestir byrjað á einstakri matarupplifun.

Hugmyndin á bak við Elly smurbrauðið var að fanga smekk Ellyar og hefur hinum hæfileikaríku matreiðslumeisturum Jómfrúarinnar tekist að skapa rétt sem blandar saman gömlum hefðum og nýjungum á einstakan hátt. Nýja smurbrauðið verður til sölu á sýningarkvöldum og vakti mikla lukku á fyrstu sýningu ársins síðast liðna helgi.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo