Heim
Leita

Dans- og söng­pruf­ur fyr­ir Moul­in Rou­ge! söng­leik­inn

12. desember 2024

Íslenskt myndmerki fyrir Moulin Rouge! söngleikinn sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í september 2025

Dans- og söngprufur í Borgarleikhúsinu

Dagana 20. – 24. janúar 2025 verða dans- og söngprufur fyrir söngleikinn Moulin Rouge! sem sýndur verður á leikárinu 2025-2026.

Leitað er að dönsurum og/eða leikurum með dans bakgrunn. Góð söngrödd er ótvíræður kostur.

Borgarleikhúsið hvetur dansara/leikara af öllum kynjum og ólíkum uppruna til þess að sækja um. Aldurstakmark er 18 ár.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2025 og prufurnar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 20-24. janúar. Athugið að ekki er hægt að koma í prufu á öðrum dögum en þessum og ekki er tekið við rafrænum prufum.

Öllum umsóknum verður svarað en athugið að Borgarleikhúsið áskilur sér rétt til að bjóða aðeins hluta umsækjenda í prufur.

Skráning fer fram hér

Nánari upplýsingar: prufur@borgarleikhus.is

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo