Dans- og söngprufur í Borgarleikhúsinu
Dagana 20. – 24. janúar 2025 verða dans- og söngprufur fyrir söngleikinn Moulin Rouge! sem sýndur verður á leikárinu 2025-2026.
Leitað er að dönsurum og/eða leikurum með dans bakgrunn. Góð söngrödd er ótvíræður kostur.
Borgarleikhúsið hvetur dansara/leikara af öllum kynjum og ólíkum uppruna til þess að sækja um. Aldurstakmark er 18 ár.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir á vef Borgarleikhússins. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2025 og prufurnar fara fram í Borgarleikhúsinu dagana 20-24. janúar. Athugið að ekki er hægt að koma í prufu á öðrum dögum en þessum og ekki er tekið við rafrænum prufum.
Öllum umsóknum verður svarað en athugið að Borgarleikhúsið áskilur sér rétt til að bjóða aðeins hluta umsækjenda í prufur.
Skráning fer fram hér
Nánari upplýsingar: prufur@borgarleikhus.is