Heim
Leita

Bryn­hild­ur Guð­jóns­dótt­ir sæmd franskri ridd­ara­orðu

2. desember 2024

Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri tekur við franskri riddaraorðu

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, var í liðinni viku sæmd frönsku riddaraorðunni Chevalier des Arts et Lettres.

Orðan er æðsta viðurkenning sem veitt er á sviði menningar og lista af hálfu hins opinbera í Frakklandi. Henni er ætlað að heiðra þau sem skarað hafa fram úr á því sviði og stuðlað að þekkingu á frönskum verkum.

Brynhildur hefur frá unga aldri haft dálæti á frönsku og franskri menningu og hefur á ferli sínum lagt sig fram um að sinna henni af kostgæfni.

Við athöfnina sagði Brynhildur að tækifærið til að túlka mögnuðustu söngkonu frakka Edith Piaf hafi fallið henni í skaut. „Við sögðum sögur og fluttum lög, við tengdum og töluðum inn í innsta kjarna. Stundum söng ég á íslensku en stundum var nóg að skilja með hjartanu og þá var sungið á frönsku og fyrir mér opnaðist alheimurinn. Margt hefur gerst síðan en þarna er upphafið […] Ég vona að ég geti haldið áfram að tengja saman þessar tvær þjóðir sem mér eru svo kærar og lyfta franskri menningu sem best ég get. Á íslensku heitir þetta orðuveiting, á frönsku orðuskreyting. Décoration! Þetta er stórkostlegur heiður, takk fyrir mig."

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo