Brúð­kaup Fígarós sett upp

6. september 2024

Kammeróperan, í samstarfi við Borgarleikhúsið, setur upp hina sívinsælu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir Mozart í nýrri og ferskri þýðingu Bjarna Thors Kristinssonar. 

Í útgáfu Kammeróperunnar eru greifinn og greifynjan ungt athafnafólk sem hefur byggt upp farsæla vínræktarstarfsemi í Mosfellsbæ, en óréttlætið kraumar undir yfirborðinu.

Áhorfendur verða dregnir inn í heim óperunnar strax við komuna í leikhúsið þar sem þeim gefst kostur á að taka þátt í vínsmökkun á vegum greifans áður en sýningin hefst.

Verkið, sem er styrkt af Sviðslistasjóði, býður upp á einstaka upplifun fyrir alla óperuunnendur.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo