Barnamenningarhátíð í Borgarleikhúsinu
Borgarleikhúsið er stoltur þátttakandi í Barnamenningarhátíð í Reykjavík og býður upp á tvo skemmtilega gjaldfrjálsa viðburði laugardaginn 12.apríl.
Kl. 12:00 Krakkar skrifa leikrit
Skemmtileg fjölskyldusýning á Nýja sviði Borgarleikhússins sem samanstendur af þremur stuttum leikritum eftir börn sem unnu handritasamkeppni Sagna í ár. Árlega er skorað á krakka á aldrinum 8-12 ára til að taka þátt og senda inn handrit. Borgarleikhúsið velur verkin sem sett eru á svið af útskriftarnemendum Leiklistarskóla Borgarleikhússins.
https://www.borgarleikhus.is/syningar/krakkar-skrifa
Kl. 15:00 Krakkar kenna krökkum - leiklistarsmiðja
90 mínútna leiklistarnámskeið fyrir börn á aldrinum 8-11 ára undir leiðsögn útskrifaðra nemenda úr Leiklistarskóla Borgarleikhússins og meðlimum ungmennaráðs Borgarleikhússins. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á leikgleði þar sem krakkarnir leiða skapandi leiklistaræfingar sem henta vel byrjendum í leiklist.
https://www.facebook.com/events/649685684469580