And­lát: Brynj­ólf­ur Bjarna­son

18. mars 2025

Brynjólfur Bjarnason fv. forstjóri og stjórnarmaður í Leikritunarsjóði Leikfélags Reykjavíkur er látinn 78 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu þann 16. mars síðastliðinn.

Brynjólfur var fæddur í Reykjavík 18. júlí 1946 og ólst upp á miklu menningarheimili þar sem listir og bókmenntir voru í hávegum hafðar.

Á starfsævi sinni gegndi Brynjólfur margvíslegum ábyrgðarstöðum í íslensku viðskiptalífi og lagði jafnframt ríkulega af mörkum til stjórnunar menningarlífs í landinu.

Brynjólfur var mikill leikhúsunnandi og sat í stjórn Leikritunarsjóðs Leikfélags Reykjavíkur, ásamt frú Vigdísi Finnbogadóttur. Sjóðurinn var stofnaður árið 2007 og gegnir því hlutverki að efla nýsköpun og fjölbreytni í íslenskri leikritun, auka vægi leikritunar í samfélaginu og stuðla að því að hún njóti virðingar í samfélagi lista, nokkuð sem stóð hjarta hans nærri.

Menningarlegur bakgrunnur Brynjólfs mótaði sýn hans og störf á þessum vettvangi. Hann var einstaklega áhugasamur um leiklist og bókmenntir og hafði djúpa tengingu við Leikfélag Reykjavíkur, enda var það að frumkvæði afa hans, Brynjólfs Jóhannessonar leikara, sem húsbyggingasjóður félagsins var stofnaður árið 1953.

Við kveðjum Brynjólf með þakklæti og virðingu og vottum aðstandendum hans innilegustu samúð.

Leikritunarsjóður Leikfélags Reykjavíkur. Stjórn: Brynjólfur Bjarnason, frú Vigdís Finnbogadóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri. Auk þeirra eru á myndinni Kolbrún Björt Sigfúsdóttir og Ragnar Ísleifur Bragason leikskáld Borgarleikhússins 2024-2026.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logo
orkusalan logoölgerðin logo