Heim
Leita

Ald­arminn­ing Karls Guð­munds­son­ar

25. september 2024

Í ágúst síðastliðnum voru liðin 100 ár frá fæðingu Karls Guðmundssonar, leikara og þýðanda. Af því tilefni stendur Leikfélag Reykjavíkur fyrir dagskrá honum til heiðurs sunnudaginn 29. september á litla sviði Borgarleikhússins. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur lesa kafla úr leikritaþýðingum hans og Kjartan Ragnarsson segir frá kynnum sínum af Karli og samstarfi við hann. Einnig mun barnabarn Karls, leikkonan Camille Marmié lesa úr þýðingum hans, m.a. kafla úr óbirtri þýðingu á miðaldaleiknum Sérhver.

Karl Guðmundsson lauk leiklistarnámi við Royal Academy of Dramatic Arts árið 1952 og starfaði nær allan sinn feril hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á rúmlega 40 ára ferli sínum lék Karl hátt í 100 hlutverk og er hann eflaust mörgum minnistæður t.d. sem Kalli í Saumastofunni (1975) eða Maddaman í Evu Lunu (1994). Hann þýddi tugi leikrita, jöfnum höndum sígild og samtímaverk og verk í bundnu og lausu máli. Meðal höfunda sem hann þýddi má nefna Molière, Aristofanes, T.S. Eliot, Brian Friel og Martin McDonagh, en verk þess síðarnefnda, Fegurðardrottning frá Línakri, var það síðasta sem hann þýddi sérstaklega fyrir Leikfélag Reykjavíkur árið 1999.

Dagskráin á sunnudag hefst kl. 14, aðgangur er ókeypis og öllum opin.

Heim

Listabraut 3

103 Reykjavík

Kt. 420269-6849

Miðasala: 568 8000

midasala@borgarleikhus.is
Skrifstofa: 568 5500

Fyrirspurnir: borgarleikhus@borgarleikhus.is

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum. 568 8000
jafnlaunavottun 2023-2026

Takk fyrir stuðninginn

Borgarleikhúsið er rekið með sérstökum rekstrarsamningi við Reykjavíkurborg sem gerir okkur kleift að halda áfram að bjóða landsmönnum upp á kraftmikið og skapandi leikhús.

reykjavíkurborg logoorkusalan logoölgerðin logo